Samkvæmt upplýsingum á Action-Figure.com sem eiga að vera býsna áreiðanlegar, þá á að gefa út fyrstu þrjá þættina af Clone Wars sem heila kvikmynd í Bretlandi næsta september, það er þó ekki vitað hvort hún verði dreifð annars staðar í heiminum eða hvenær. Þetta eru þó aðeins orðrómar þangað til eitthvað heilsteyptara kemur í ljós.
Ætli Lucas sé ekki að reyna hvetja stafrænar kvikmyndir fyrir stafræn kvikmyndahús? Ekki aðeins er hann einn af frumkvöðlunum bakvið þá tækni heldur vill hann ólmur láta stafræn kvikmyndahús taka yfir. Persónulega þá styð ég þá stefnu.

