Universal Pictures hafa ákveðið frumsýningardag fyrir framhaldsmynd tekjuhæstu bönnuðu gamanmyndar allra tíma, Ted. Myndin, Ted 2, verður frumsýnd 26. júní 2015.
Höfundur, leikstjóri og annar aðalleikara Ted er Seth MacFarlane, en hann snýr aftur í Ted 2 ásamt hinum aðalleikara myndarinnar, Mark Wahlberg.
MacFarlane er einnig á meðal framleiðenda myndarinnar.

