Eftir að horft hafði verið á myndina Texas Chainsaw Massacre: The Beginning, hefur verið tekin sú ákvörðun að hækka aldurstakmarkið á henni í 18 ár, en það er það hæsta sem leyfilegt er eftir að ný reglugerð tók gildi í sumar. Dyraverðir munu fylgja aldurstakmörkunum eftir. Við viljum benda fólki á að myndin þykir erfiðari áhorfs en aðrar myndir með svipuðu sniði, t.d. Hostel og The Hills Have Eyes.
Aðstandendur myndarinnar vilja ítreka það að myndin er ekki við hæfi viðkvæmra.
Myndin verður HEIMSFRUMSÝND samtímis á Íslandi og í Bandaríkjunum á morgun og mun hún verða sýnd í Laugarásbíói og Regnboganum.

