Taugaskurðlæknir finnur töfraheim – Fyrsta stikla úr Doctor Strange!

Fyrsta stiklan er komin út fyrir Marvel ofurhetjumyndina Doctor Strange, sem kemur í bíó 28. október nk.

doctorTökum myndarinnar lauk fyrir um viku síðan í New York samkvæmt frétt MovieWeb.com, en tökurnar hófust í nóvember sl. í Nepal og þá í London, Hong Kong, Kathmandu og að lokum í New York City.

Stiklan lítur þrælvel út, Benedict Cumberbatch í hlutverki Doctor Strange, er þjálfaður til góðra verka og heimurinn hringsnýst, ekki ósvipað og menn þekkja úr Inception!

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan:

Doctor Strange fjallar um hinn þekkta taugaskurðlækni Stephen Strange, sem uppgötvar falinn heim töfra og annarra vídda, eftir að hafa lent í hryllilegu bílslysi.

Leikstjóri er Scott Derrickson, handrit skrifar Jon Spaihts, sem hann byggir á teiknimyndahetjum eftir Stan Lee og Steve Ditko.

Aðrir helstu leikarar eru Tilda Swinton, Chiwetel Ejiofor, Rachel McAdams, Michael Stuhlbarg, Amy Landecker, Scott Adkins og Mads Mikkelsen.