Green Hornet fær ekki framhald

Ofurhetjumyndin The Green Hornet með Seth Rogen í aðalhlutverki kom út í fyrra og hlaut sæmilegar viðtökur gagnrýnenda (Tommi gaf henni 7/10). Aðdáendum líkaði myndin þó aðeins betur og flykktist í kvikmyndahús vikurnar eftir að hún kom út. Myndin græddi um 250 milljónir dollara á heimsvísu, en kostnaður hennar nam 120 milljónum. Einn framleiðenda myndarinnar, […]

Tangled hrifsar efsta sætið á Íslandi

Teiknimyndin Tangled hrifsaði til sín efsta sætinu á Íslandi um nýliðna helgi, og það með stæl. Myndin, sem var frumsýnd um síðustu helgi, og endaði þá örlitlu fyrir neðan The Green Hornet, gerði sér lítið fyrir og jók tekjurnar um 9% á milli helga og endaði í langefsta sæti með tæpar 4,2 milljónir í tekjur […]

The Rite á toppnum í Bandaríkjunum

Það fór eins og spáð hafði verið; særingatryllirinn The Rite með Sör Anthony Hopkins í aðalhlutverkinu náði toppsætinu á bíóhúsum Bandaríkjanna um helgina. Það verður að teljast við hæfi, því aðsókn það sem af er ári er búin að vera djöfullega léleg vestra. Um 15 milljónir dollara dugðu The Rite til að hrifsa toppsætið af […]

George Lucas óttast heimsendi 2012

Í nýlegu viðtali við Toronto Sun tímaritið talaði gamanleikarinn Seth Rogen um fund sem hann hafði átt með leikstjórunum George Lucas og Steven Spielberg. Það sem hefur vakið hvað mesta athygli er að Rogen segir Lucas hafa talað lengi um að heimurinn myndi enda á næsta ári. „George Lucas sest niður og byrjar í alvöru […]

Klovn langvinsælust á Íslandi – True Grit á toppinn í USA

Klovn: The Movie fer greinilega vel ofan í Íslendinga, því aðra helgina í röð er hún vinsælust í bíóum hér á landi. Fékk hún tæpa 7.000 áhorfendur í bíó um helgina og er þegar komin í tæpa 20.000 áhorfendur á aðeins rúmlega viku. Stóð hún af sér ásókn þriggja nýrra mynda, en The Tourist og […]