Óheppilegt heiti á mynd Fonda og Redford

Stórleikararnir Jane Fonda og Robert Redford leika í nýrri mynd sem er í bíó í Bandaríkjunum, en um er að ræða hjartnæmt táradrama, fyrir markhópinn 65 ára og eldri. Heiti myndarinnar, Our Souls at Night, hefur heitan, hlýjan og ljóðrænan hljóm, og gefur til kynna umfjöllunarefnið; um tvo einstaklinga sem hafa misst maka sína, en […]

Jane Fonda er Nancy Reagan

Kvikmyndagoðsögnin Jane Fonda leikur fyrrum forsetafrúnna Nancy Reagan í nýjustu mynd Lee Daniels, hinni sannsögulegu The Butler. Komið er út stutt myndband með sýnishorni úr myndinni og samtali við Fonda um hlutverkið: Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan: Lee Daniels’ The Butler – Clip No. 2   Auk myndbandsins hafa einnig verið birt opinber plaköt fyrir […]

Hötuð móðir neitar að flytja

Tvöfalda Óskarsverðlaunaleikkonan Jane Fonda, sem komin er á áttræðisaldur, ætlar að leika í nýjum gamanþáttum á ABC sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum sem kallast Now What? Fyrst verður gerður einn prufuþáttur, en fari svo að þáttturinn hljóti náð fyrir augum áhorfenda, þá verður þetta fyrsta aðalhlutverkið sem Fonda leikur í sjónvarpsþáttaröð. Þættirnir munu fjalla um afleiðingar bloggfærslu […]