Tæknin á bak við Big Hero 6

bighero6Nýtt myndband frá herbúðum Disney fer ítarlega í gegnum tæknilegu hliðina við gerð teiknimyndinnarinnar Big Hero 6, en myndin er gerð eftir samnefndri myndasögu frá Marvel. Disney festi kaup á myndasögurisanum fyrir fimm árum og var því aðeins tímaspursmál hvenær myndin yrði gerð.

Big Hero 6 gerist í framtíðarborginni San Fransokyo, sem er samblanda af San Fransisco og Tokyo. Undrabarnið Hiro Hamada hefur smíðað vélmennið Baymax og saman ganga þeir til liðs við ofurhetjur.

Myndin er gerð af Chris Williams og Don Hall, en þeir eru báðir vanir teiknimyndaleikstjórar. Sá fyrrnefndi leikstýrði hinni vinsælu teiknimynd Bolt, frá árinu 2008, en Hall hefur áður leikstýrt teiknimyndum á borð við Winnie The Pooh.

Big Hero 6 er áætluð í kvikmyndahús þann 5. desember næstkomandi. Hér að neðan má myndbandið þar sem leikstjórarnir fara í gegnum atriði á borð við tæknina á bak við ofurhetjunar sem notast við tækni í stað ofurkrafta og hvað þeir rannsökuðu til þess að hetjurnar yrðu sem trúverðugustar.

Myndin verður frumsýnd þann 7. nóvember næstkomandi

Stikk: