Framhaldsmyndin Jurassic World gerist 22 árum á eftir atburðunum í fyrstu Jurassic Park-myndinni. Þetta verður fjórða myndin í seríunni og verður hún frumsýnd 2015, þegar einmitt 22 ár verða liðin síðan fyrsta myndin kom út árið 1993.
Hugmyndavinna að fjórðu kvikmyndinni um Júragarðinn hefur verið í vinnslu í nokkur ár og láku nýjar myndir af teikningum af umhverfinu úr myndinni á netið fyrir stuttu.
Í myndinni verður eyjan sem risaeðlunar eru á mun tæknilegri og meiri ferðamannastaður heldur en við mátti búast. Á myndunum má sjá hátæknilega miðstöð sem virðist vera miðdepill fólks sem heimsækir eyjuna sem hýsir risaeðlunar.
Það má þó taka það fram að handritið að Jurassic World hefur farið í gegnum margar breytingar og hvort þessi miðstöð sé mikið í myndinni, eða bara lítill hluti af stórri heildarmynd er enn óvitað.
Þessar myndir eru þó til og líta nokkuð vel út.