Margir hafa sjálfsagt strax byrjað að velta fyrir sér hvernig Mr. Robot leikarinn Rami Malek myndi taka sig út í gervi Queen söngvarans Freddie Mercury, þegar fregnir bárust af því að hann hefði tekið hlutverkið að sér. Nú er biðinni lokið, en fyrsta myndin af Rami í hlutverki söngvarans frábæra hefur verið birt í tímaritinu Entertainment Weekly, og sjá má hér að neðan.
Miðað við myndina þá er Malek nauðalíkur Mercury. Leikstjóri kvikmyndarinnar, sem heitir Bohemian Rhapsody eftir einu þekktasta lagi hljómsveitarinnar, er Bryan Singer. Í myndinni verður sagt frá upphafsárum hljómsveitarinnar allt fram að Live Aid tónleikunum árið 1985, sem var sex árum áður en eyðni dró Mercury til dauða.
Nýverið bættist Ben Hardy, Joe Mazzello og Gwilym Lee í hópinn sem aðrir hljómveitarmeðlimir Queen, en stefnt er að frumsýningu um jólin 2018.