Star Wars-aðdáendum hefur verið meinað að vera með Svarthöfðahjálma á höfðinu og að halda á óslíðruðum sverðum í Odeon-kvikmyndahúsunum í Bretlandi þegar Star Wars: The Force Awakens verður frumsýnd á fimmtudag.
Þeir sem brjóta þessa reglu fá ekki að kaupa miða á myndina en alls eru 120 Odeon-kvikmyndahús í Bretlandi.
Ákvörðunin var tekin af öryggisástæðum. Óttast er að hryðjuverkamenn sem aðhyllast Ríki íslams gætu framið álíka hryðjuverk og þeir gerðu í París í síðasta mánuði.
„Við biðjum fólkum að vera ekki með Darth Vader-hjálma á höfðinu og að það haldi geislasverðunum sínum í slíðrunum,“ sagði talsmaður Odeon við The Sun. „Aðdáendur með hjálma sem hylja allt andlitið verða beðnir um að lyfta þeim upp svo að við getum sagt „hæ“ við miðasöluna,“ bætti hann við.
Phil Clapp hjá samtökum breskra kvikmyndahúsa styðjur ákvörðun Odeon. „Öðrum viðskiptavinum líður betur ef fólk er ekki með grímu yfir öllu andlitinu. Það er einnig ekkert sérlega gaman að horfa á mynd ef þú situr til dæmis fyrir aftan manneskju í risastórum Chewbacca-búningi.“