Svampur í fullri lengd

Barnaefni í sjónvarpi í dag er bæði orðið furðulegt og mannskemmandi. Það sést helst á vinsælasta þætti Nickelodeon í Bandaríkjunum. Hann nefnist Spongebob Squarepants og fjallar um samnefndan aulalegan svamp með frekjuskarð. Hann er í mannstærð, býr á hafsbotni og gengur um í brúnum flauelisbuxum og hvítri Bill Gates skyrtu. Heimkynni hans á hafsbotninum nefnist síðar Bikini Bottom (og ef enginn sér neitt athugavert við það, þá er heilaþvotturinn genginn of langt!). Einhverjum tókst sem sagt að toppa Teletubbies í óhugnaði (marglitar perur með handtöskur og geimveruandlit). Ekki nóg með það, heldur ætlar Nickelodeon sér að gera kvikmynd í fullri lengd um þetta fyrirbæri, og er búist við því að hún komi í bíó seint á árinu 2003 eða snemma 2004. Við höfum því þann frest til þess að panta tíma hjá sálfræðingi.