Superman valinn

Jæja, það hlaut að koma að því. Eftir að hafa heyrt nöfn eins og Ashton Kutcher, Josh Hartnett, Brendan Fraser og svo auðvitað Tom Welling, þá er loksins búið að ákveða hver skal leika Ofurmennið í nýjustu mynd leikstjórans Brians Synger (sem hætti við þriðju X-Men vegna hennar). Leikarinn (ef leikara skildi kalla nú) ber heitið Brandon Routh, og er síður en svo þekkt nafn, en samkvæmt mínum heimildum hefur hann látið sjá sig í þáttum eins og Will & Grace, Oliver Beene og Cold Case. Ég ætla ekkert að teygja fréttina neitt óþarft, og hér fáið þið að sjá mynd af kappanum. Önnur nöfn hafa annars ekki verið staðfest (hef þó einhversstaðar heyrt um að Topher Grace (úr That 70’s Show) muni hugsanlega leika blaðamanninn Jimmy Olsen) en talið er að leikstjórinn vilji helst ráða óþekkt nöfn. Munum vel fylgjast með.