Mark Webb leikstjóri The Amazing Spider-Man 2 segir að myndin fjalli um það hvort að Spider-Man geti verið Peter Parker, en ekki öfugt eins og í fyrri myndinni.
Ballettdansarinn Mikhail Baryshnikov, 65 ára, sem lék í Sex in the City, lék á móti kvikmyndaleikaranum Willem Dafoe í rússneska absúrdleikritinu The Old Woman í Manchester í Englandi nú í byrjun júlí. Framúrstefnuleikhúsmaðurinn Robert Wilson leikstýrði. „Hver dagur með Bob [ Wilson ] er ævintýri,“ sagði Baryshnikov í samtali við BBC.
Leikkonan Kyra Sedgwick, 47 ára, eiginkona Kevin Bacon, skar sig í puttann á dögunum og fór á sjúkrahús. Bacon tók mynd af henni og setti á netið.
Óskarsleikkonan Helen Mirren mun leika í The Hundred Foot Journey. Myndin er kvikmyndagerð á metsölubók Richard Morais. Lasse Hallstrom leikstýrir. Myndin fjallar um indverskan veitingastað og annan veitingastað hinum megin götunnar sem er með þrjár Michelin stjörnur. Frumsýning verður 8. ágúst 2014.
Michael Pena úr End of Watch og Gangster Squad, ætlar að leika í hrollvekju-spennutryllinum The Vatican Tapes. Leikstjóri er Mark Neveldine. Pena mun leika séra Lozano sem uppgötvar að ung kona veldur dauða og eyðileggingu hvar sem hún fer. Klerkurinn ( Pena ) hjálpar henni.
Brad Copeland hefur verið ráðinn til að skrifa handrit að kvikmynd eftir sjónvarpsþáttunum Knight Rider, sem skutu David Hasselhoff upp á stjörnuhimininn á níunda áratug síðustu aldar. Copeland skrifaði nýlega MTV útgáfu af bresku gamanþáttunum The Inbetweeners.