Stutt og kjötuð Prometheus stikla styttir biðina

Allir hafa líklegast nú heyrt um nýjustu mynd Ridley Scotts, Prometheus, sem er væntanleg í sumar, en margir kvikmyndanerðir eru vægast sagt spenntir að sjá Scott snúa aftur í geim-hrollinn sem hóf ferilinn hans árið 1979.

Nýja stiklan fyrir myndina er einungis mínúta að lengd og tekst að troða miklu nýju inn á milli þess sem sást í fyrstu stiklunni. Tónlistin er eins og í þeirri fyrstu á sterum og er auðvelt að finna fyrir harðari sci-fi brag í þessari nýju stiklu. Því meira sem maður sér úr myndinni, því stærri virkar hún:

Þetta er einnig í fyrsta sinn þar sem við sjáum myndefni af hinum svokölluðu ‘Space jockies’     (eða réttara sagt búningnum þeirra) í myndinni, en margir sem sáu Alien iða í skinninu af eftirvæntingu við að sjá hvernig saga þeirra hljómar, en myndin virðist lofa fullnægjandi svörum við þeirri gömlu spurningu.

Er einhver lesandi ekki spenntur yfir Prometheus, og hvað finnst þeim sem hlakka til vera mest spennandi við myndina?