Hönnuðurinn og listamaðurinn Ralph McQuarrie lést árið 2012 en verk hans gleymast seint. McQuarrie er þekktastur fyrir teikningar sínar fyrir upprunalegu Star Wars-myndirnar, en hann á heiðurinn af útlitshönnun Svarthöfða, Chewbacca, R2-D2 og C-3PO.
Meðal verka McQuarrie má nefna útlitshönnun á geimskipum í kvikmyndunum Close Encounters of the Third Kind og E.T.
Teikningar McQuarrie fyrir Star Wars-myndirnar standa þó hvað mest upp úr og eru þær margar hverjar stórbrotin listaverk. Teikningar rötuðu á netið fyrir stuttu og má sjá þær hér að neðan.