Stone huggaði Hayek

Leikstjórinn Oliver Stone „huggaði“ Sölmu Hayek við tökur á ofbeldismyndinni Savages sem fjallar um eiturlyfjahring. Hann vildi vera viss um að ofbeldið í myndinni hefði ekki áhrif á sálarlíf hennar.

 

„Mér er mjög illa við ofbeldi en þegar þú leikur í mynd þar sem fjallað er um ofbeldi sem er til í raun og veru er það öðruvísi,“ sagði Hayek. „En þegar tökur hófust truflaði það mig samt. Oliver var mér til halds og trausts og huggaði mig, sem var dálítið skrítið. Hann vann mjög náið með mér og hjálpaði mér að móta persónuna mína.“