Stockfish 2017 – fyrstu myndir og gestir

benedict-andrewsStaying Vertical, Stranger By The Lake, The King of Escape, Una, The King´s Escape og The Other Side of Hope verða allar sýndar á kvikmyndahátíðinni Stockfish Film Festival, sem fram fer í þriðja sinn í Bíó Paradís dagana 23. febrúar til 5. mars nk.  Hátíðin er kvikmyndahátíð kvikmyndagerðarmanna á Íslandi, eins og það er orðað í tilkynningu frá hátíðinni.

„Hátíðin opnar fyrir samtal og samstarf við erlendan kvikmyndaiðnað og er tækifæri fyrir reykvíska áhorfendur að upplifa það besta sem er að gerast í alþjóðlegri kvikmyndagerð í heiminum í dag.“

Hátíðin er haldin í samstarfi Heimili kvikmyndanna, Bíó Paradís og fagfélaga í kvikmyndaiðnaðinum á Íslandi.

„Hátíðin veitir almenningi aðgang að rjómanum af þeim verðlaunakvikmyndum sem eru sýndar á kvikmyndahátíðum erlendis auk þess sem hún stendur fyrir fjöldanum öllum af viðburðum og heimsóknum erlendra kvikmyndagerðarmanna og fagaðila í kvikmyndagerð,“ segir í tilkynningunni.

Heiðursgestur hátíðarinnar verða franski leikstjórinn og handritshöfundurinn Alain Guiraudie. Myndir hans hafa unnið til margra verðlauna og fékk Alain m.a. verðlaun sem besti leikstjórinn í ‘Un Certain Regard’ flokknum á Cannes fyrir mynd sýna Stranger by the Lake (2013) og var nýjasta mynd hans Staying Vertical (2016) tilnefnd í flokknum ‘Palme d’Or’ í fyrra. Báðar þessar myndir ásamt eldri mynd hans King of Escape (2009) verða sýndar á hátíðinni.

Ástralski leikstjórinn Benedict Andrews verður einnig gestur hátíðarinnar. Hann býr á Íslandi og hefur m.a. unnið í Þjóðleikhúsinu og leikstýrt verkum á borð við Macbeth og Lér konung, en sú síðarnefnda hlaut alls sex Grímu-verðlaun. Fyrsta kvikmyndaverk Benedicts, UNA, verður sýnd á hátíðinni. Einnig verður norska myndin The King’s choice og finnska myndin The other side of hope sýndar á hátíðinni.

Hér fyrir neðan eru ljósmyndir úr fyrrnefndum kvikmyndum; fyrst er það Staying Vertical, þá kemur The King´s Choice, þriðja ljósmyndin er úr The King of Escape, þá kemur The Other Side of Hope og loks er ljósmynd úr myndinni Una.

staying-vertical_screenshot

 

the_kings_choice_screenshot

thekingofescape_screenshot

the-other-side-of-hope-screenshot

una-screenshot