Stiller er einn af fáum karlmönnum

Gamanleikarinn Ben Stiller mun leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Used Guys ásamt Vince Vaughn. Hún gerist í framtíðinni þar sem karlmenn eru nánast orðnir úreltir, því klónun er komin á það hátt stig að þeir eru orðnir óþarfir nema sem leikföng fyrir konur. Þegar þeir félagar frétta að það sé að fara að koma nýhönnuð lína af karlmönnum sem eru betri elskhugar en þeir, fara þeir í leit að Mantopia, borg einni þar sem karlmenn ráða ríkjum og er gert kleyft að endurheimta karlmennsku sína. Myndinni verður leikstýrt af Jay Roach og handritið er skrifað af David Guion og Michael Handelman.