Stikla úr myndinni The Hangover Part ll, þar sem api sést herma eftir kynlífsathöfnum, hefur verið tekin úr sýningum í bíóhúsum í Bandaríkjunum.
Myndin hafði ekki verið skoðuð nógu gaumgæfilega af the Motion Picture Association of America, sem á að tryggja að auglýsingar fyrir myndir fari ekki á skjön við aldurstakmörk myndanna sjálfra. Hafa samtökin nú beðið dreifingaraðilann Warner Bros að leiðrétta stikluna.
„Í flýti okkar við að setja stikluna í sýningu, þá klikkuðum við á að skoða nægjanleg vel sýnishornið með fulltrúum MPAA. Við brugðumst strax við með því að taka stikluna úr sýningu,“ sagði Warner Bros fyrirtækið í yfirlýsingu.
Fyrirtækið vildi ekki ræða í smáatriðum um hvaða atriði var að ræða, en kunnugir segja að atriði þar sem api sýgur flöskustút sem er undir Sarong pilsi karlmanns, hafi verið það atriði sem um ræðir.
Stiklan var frumsýnd á undan frumsýningu á myndinni Source Code sl. föstudag. Lagfærð útgáfa mun verða sýnd þann 15. apríl nk. á undan frumsýningu á Scream 4, sem hefur sama aldurstakmark og Hangover, eða R.
Hangover ll verður frumsýnd þann 26. maí nk.