Nýlega var sýnd stikla úr heimildarmynd um fyrrum forsprakka Nirvana, Kurt Cobain. Heimildarmyndin ber heitið Kurt Cobain: Montage of Heck og sækir efnivið í gagnasafn Cobain sjálfs, svo sem upptökur, listaverk, ljósmyndir, dagbækur, söngbækur og persónuleg heimavídeó, allt með samþykki fjölskyldunnar.
Brett Morgen leikstýrir myndinni, en hann hefur unnið við svipaðar heimildarmyndir, eins og Rollings Stones myndina Crossfire Hurricane, sem hann leikstýrði, og ævisögu Roger Evans, The Kid Stays In The Picture.
Frances Bean Cobain, dóttir söngvarans sáluga, framleiðir myndina sem er nefnd eftir hljóðsnældu með ýmsum lögum á sem Cobain gerði.
Frances byrjaði á verkefni eftir að hún komst í gagnasafn fjölskyldunnar, þá uppgötvaði hún meira en 200 klukkustundir af óútgefinni tónlist og öðru hljóðefni, og miklu safni af listaverkum, endalaust af áður óséðum heimavídeóum, og meira en 4.000 blaðsíður af skrifuðu efni.
Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.