Disney kvikmyndafyrirtækið birti í gær fyrstu stikluna úr ævintýramyndinni Into the Woods sem er smekkfull af gæðaleikurum, eins og Johnny Depp sem leikur úlfinn í Rauðhettu og Meryl Streep sem leikur vonda norn, en í myndinni er ýmsum þekktum Grimms ævintýrum blandað saman í eina nýja sögu.
Í stiklunni er lítið um söng, eiginlega ekki neitt, þó svo að myndin sé söngleikur.
Leikstjóri er Stephen Sondheim.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Disney birtir stiklu úr söngleik án söngsins, en fyrstu sýnishorn úr teiknimyndunum Frozen og Tangled, innihéldu sáralitla tónlist. En það að verður spennandi að sjá þegar söngurinn fær að óma með.
Myndin verður frumsýnd á Jóladag í Bandaríkjunum.