Steve Martin endurgerir

hina klassísku Topper frá 1937 og var með Cary Grant í aðalhlutverki. Myndin fjallar um tvo menn sem deyja, verða draugar, og nýta sér tilveru sína til þess að skemmta sér á kostnað hinna lifandi með ýmsum brellum og brögðum, meðan þeir bíða eftir því að komast til himnaríkis. Endurgerðin verður framleidd fyrir Disney kvikmyndaverið, og verður leikstýrt af Adam Shankman, en hann og Martin voru að enda við að gera saman smellinn Bringing Down the House.