Stelpu Expendables á leiðinni með Streep, Diaz og Jovovich

Tveir spennutryllar með konum í öllum helstu hlutverkum eru í undirbúningi í Hollywood. Báðar myndirnar eru innblásnar af myndum Sylvester Stallone, The Expendables, en þar eru karlkyns testósteróntröll í öllum helstu hlutverkum.

Nú verður testesteróninu skipt út fyrir estrógen.

milla-jovovich-expendabelles

Önnur þessara mynda hefur enn ekki fengið nafn en tvær leikkonur eru orðaðar við verkefnið, þær Gina Carano ( Fast & Furious 6 ) og Katee Sackhoff ( Riddick ).

Hin myndin kemur frá framleiðanda Expendables seríunnar Avi Lerner, og ber heitið The ExpendaBelles, en Lerner sagði frá myndinni í samtölum við búlgarska fjölmiðilinn Standart nú í vikunni. Lernar er staddur í Búlgaríu þessa dagana vegna Expendables 3 sem er í tökum þar í landi.

Hann sagði í samtalinu að ekki einungis yrði ExpendaBelles myndin tekin upp í Búlgaríu heldur yrðu konur í aðalhlutverki bæði fyrir framan og aftan tökuvélina.

meryl streep

„Myndin verður tilkomumikil – og gefur The Expeandables myndunum ekkert eftir. Það verða bardagar, tæknibrellur og áhættuatriði […] Tveir handritshöfundar vinna nú hörðum höndum að því að skrifa handritið, og nú erum við að leita að kvenkyns leikstjóra.“

Handritið skrifa þær Karen McCullah Lutz og Kirsten Smith (Legally Blonde, The Ugly Truth).

Í samtalinu minntist hann á þrjár leikkonur sem hann ætti í viðræðum við: Óskarsverðlaunaleikkonuna Meryl Streep, Cameron Diaz ( The Counselor ) og Resident Evil leikkonuna Milla Jovovich.

Nú er bara að bíða frekari fregna af báðum þessum myndum …