George Lucas ásamt Warner Bros Pictures og Turner Broadcasting hafa ákveðið að framleiða teiknimynd byggða á Star Wars ævintýrunum, en hún mun bera nafnið Star Wars: The Clone Wars og verður gefin út í þrívídd! Myndin kemur út í ágúst og 15. ágúst koma sjónvarpsþættir á sjónvarpsstöðinni Cartoon Network byggðir á myndinni.
Efnið verður ekki gefið út af Fox eins og annað efni tengt Star Wars, heldur af Warner Bros, en George Lucas segir að þeirra sambönd inní sjónvarpsgeirann geri þetta auðveldara en ella.
Myndin mun verða 100 mínútna löng og gerist á milli Episode II og III. Anakin Skywalker er þá s.s. ekki enn orðinn Svarthöfði. Myndin heldur síðan áfram í þessum 30 mínútna þáttum á skjám landsmanna. Einu leikararnir sem hafa verið ráðnir til að ljá rödd sína í þáttunum er Anthony Daniels sem C3PO og Matthew Wood sem General Grevious.

