Það lítur allt út fyrir að Trekkararnir fái ekki það sem þeir voru að vonast eftir þessi jól, þar sem að J.J. Abrams (M:I-III, Lost) er nýlega búinn að tilkynna það að myndin hefur verið færð frá desember mánuði þessa árs þangað til í maí 2009.
Ástæðan er nokkuð óljós en talið er að DreamWorks hafi þurft að gjörbreyta slatta af dagsetningum eftir allt vesenið með verkfallið.
Dæmi um aðrar breyttar dagsetningar:
– Fjölskyldumyndin Nowhereland með Eddie Murphy hefur færst frá september 2008 til júní 2009.
– Case 39, hryllingsmynd með Renée Zellweger kemur nú út í apríl ’09 í stað ágúst á þessu ári.
– Nýjasta mynd David Fincher, The Curious Case of Benjamin Button (með Brad Pitt í aðalhlutverki) er færð frá nóvember til jólanna á þessu ári.
Ansans bögg!

