Harðjaxlinn Sylvester Stallone vill að tekið verði fastar á byssueign almennings í Bandaríkjunum.
Miðað við allar hasarmyndirnar sem hann hefur leikið í undanfarna áratugi kemur þessi skoðun hans nokkuð á óvart.
Stallone, sem er að kynna sína nýjustu mynd, Bullet to the Head, vill að árásarrifflar verði bannaðir vegna þess að almenningur hafi engin not fyrir þá. „Ég veit að fólk hugsar sem svo að stjórnvöld ætli að taka af því árásarrifflana. En hver þarf á þeim að halda, nema þú ætli að ráðast á einhvern? Þú getur ekki veitt með þeim. Hver er að fara að ráðast á húsið þitt? Heill her?,“ sagði hann.