Spurningaleikur Kvikmyndir.is og Sambíóanna!

Sælir kæru notendur.

Þá er komið að öðrum spurningarleik okkar á þessu ári og eru spurningarnar færri og léttari í þetta skiptið.

Þátttaka í síðasta leik okkar nú um páskana var alveg hreint meiriháttar. Leikurinn stóð þá yfir í viku en að þessu sinni hafið þið þrjá daga til að senda inn svörin. En eins og fyrr sagði þá ætti það ekki að koma að sök þar sem leikurinn er léttari í þetta skiptið. Spurningarnar eru þar að auki allar meira og minna tengdar sama efninu, í stað þess að kafað sé í mismunandi hliðar kvikmyndasögunnar.
Einnig er gott að taka það fram að öll svör er að sjálfsögðu að finna hér á kvikmyndir.is.

Spurningaleikurinn er í takt við bíósumarið í ár, þannig að spurningarnar eru meira eða minna tengdar hinum ýmsu væntanlegum titlum.

Leikurinn mun standa yfir alla helgina ásamt mánudeginum (9.-12. maí).

Í verðlaun eru bíómiðar f. 2 í Sambíóin á mynd að eigin vali.
Þið þurfið ekkert að flýta ykkur að ákveða mynd þar sem að miðarnir gilda út árið 2008.

Sigurvegarar verða tilkynntir hér á síðunni á þriðjudeginum (13. maí), og mun ég hafa beint samband við þá varðandi afhendingu miðanna, en þið getið ráðið hvort við sendum þá til ykkar eða bara sótt þá sjálf í versluninni 2001, á Hverfisgötu 49.

En meira um það síðar… Hér koma spurningarnar….

1. The Dark Knight er beint framhald myndarinnar Batman Begins, sem var af
mörgum gagnrýnendum valin ein besta mynd ársins 2005. Þetta mun ekki vera
í fyrsta sinn sem að mynd sama leikstjóra hlýtur svona mikla hylli. Snemma
á þessum áratug gerði maðurinn mynd um gaur sem að þjáist af
skammtímaminnisleysi. Hvað hét sú mynd og hver er leikstjórinn?

2. Nú styttist einnig jafnóðum í annað eintak af Sögunum úr Narníu. Þessi
framhaldsmynd ber undirheitið Prince Caspian.
Hvað hét fyrri myndin?

3. WALL·E er nýjasta tilvonandi gæðamyndin frá Pixar. Sú mynd fjallar um
einmana vélmenni sem að lendir í hinum ýmsu ævintýrum. Leikstjóri
myndarinnar heitir Andrew Stanton og stóð hann einnig á bakvið aðra Pixar
mynd sem ennþá í dag er talin vera með þeim betri. Hver er sú mynd?

4. Kung Fu Panda er önnur væntanleg teiknimynd frá Dreamworks Animation,
sem stóðu m.a. á bakvið Shrek myndirnar. Leikaravalið á bakvið raddirnar
er alls ekki af verri endanum. Við spyrjum, hver talar fyrir
titilkarakterinn?

Svör sendast á tommi@kvikmyndir.is

Góða helgi.