Það virðist vera orðið nokkuð opinbert að leikstjórinn Steven Spielberg ætli sér að leikstýra Catch Me If You Can, um leið og hann er búinn með Minority Report sem hann er nú að gera með Tom Cruise. Ekki nóg með það, heldur á Dreamworks kvikmyndaverið í samningaviðræðum við Tom Hanks um að leika FBI-manninn sem náði og handtók svikahrappinn Frank Abangale Jnr. sem verður leikinn af Leonardo DiCaprio.

