Spiderman 4 og 5 teknar upp á sama tíma?

Zodiac handritshöfundurinn James Vanderbilt hefur víst skilað inn útdrætti að handriti fyrir Spider-Man 4 til Sony Pictures. Það sem er hins vegar mun meira spennandi er að óstaðfestar fregnir hafa borist af því að Spider-Man 4 & 5 verði teknar upp á sama tíma.

Handritið býður víst auðveldlega upp á að önnur mynd tengist henni á beinan hátt og er þetta því raunhæfur möguleiki, en áætlað er að Spider-Man 4 komi út árið 2009. Ekki er orðið ljóst hvort Sam Raimi og Tobey Maguire snúi til baka til að taka þátt í gerð myndanna beggja.