Kevin Spacey er búinn að tala um það árum saman hvernig hann ætli að leika aðalhlutverkið í kvikmynd byggðri á ævi söngvararns Bobby Darin. Nú loksins hefur hann fest sér hlutverkið, og mun einnig leikstýra myndinni sem heitir Beyond The Sea. Í myndinni leikur Spacey þá Darin, en honum var sagt í æsku að hann myndi ekki lifa fram yfir unglingsárin vegna hjartagalla. Hann lét það ekki aftra sér, og öðlast frægð sem söngvari áður en hann síðan lést 37 ára að aldri úr sjúkdómnum. Spacey, sem mun syngja sjálfur í myndinni, keypti aftur réttinn af myndinni frá Warner Bros., þar sem hann var óánægður með að ekkert væri að gerast með hana. Hann framleiðir myndina sjálfur í gegnum Trigger Street framleiðslufyrirtæki sitt, með fjármögnun frá MDP Worldwide. MGM kvikmyndaverið mun síðan líklega dreifa myndinni innan Bandaríkjanna.

