Leikstjórinn knái, Steven Soderbergh er ætíð með spennandi verkefni í bígerð. Næsta mynd hans verður endurgerðin að rússnesku vísindaskáldsögumyndinni Solaris, og mun George Clooney leika aðalhlutverkið. Næsta mynd hans á eftir henni verður líklega The Informant, en henni hefur verið lýst sem dekkri útgáfu af Erin Brockovich. Er hún byggð á sannsögulegum heimildum, og fjallar um mann að nafni Mark Whitacre en hann vann í stórmarkaði. Þegar hann ljóstraði upp um það við FBI, hvernig fyrirtækið svindlaði á verðmerkingum, lenti hann í tómum vandræðum, því fyrirtækið slapp með sekt en hann sjálfur fékk langan fangelsisdóm. Soderbergh og Clooney munu framleiða þessa mynd saman, í gegnum sameiginlegt framleiðslufyrirtæki þeirra hjá Warner Bros. sem nefnist Section Eight. Handrit myndarinnar er skrifað af Scott Burns.

