Nýjasta mynd Coen bræðra, Inside Llewyn Davis, með Oscar Isaac, John Goodman og Justin Timberlake verður frumsýnd á Íslandi á föstudaginn 7. febrúar. Myndin verður sýnd í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíó Akureyri.
Tónlistar- og hugsjónamaðurinn Llewyn Davis berst í bökkunum við að skapa sér nafn í tónlistarheimi New York-borgar árið 1961. Kaldir vetrarvindar næða um göturnar og Llewyn reynir hvað hann getur til að afla sér lífsviðurværis og yfirstíga fjölda hindrana sem á vegi hans verða. Áður en langt um líður uppgötvar Llewys að hann kynni sjálfur að vera stærsta hindrunin á vegi sínum til frægðar og frama.
Margir telja að myndin hafi verið sniðgengin þegar það kemur að tilnefningum til Óskarsverðlaunanna, en myndin fékk aðeins tvær tilnefningar, fyrir bestu kvikmyndatöku og bestu hljóðvinnslu.