Smárabíó 10 ára

Eftirfarandi texti er fréttatilkynning frá Senu:

Á mánudaginn, þann 10. október verður Smáralindin og þar með Smárabíó, 10 ára.

Af því tilefni verða mikil hátíðarhöld í allriSmáralindinni dagana 6. – 10. október. Fjörið hefst sem sagt í dag og stendur yfir til og með mánudags. Smárabíó tekur þátt í afmælisfagnaðinum meðal annars með því að bjóða upp á 10 ára gömul verð, á allar sýningar, í alla sali, alla dagana. Frá og með deginum i dag og til mánudags býðst fólki sem sagt tækifæri til að skella sér á splunkunýjar myndar í vinsælasta og tæknivæddasta kvikmyndahúsi landsins á óviðjafnanlegum verðum.

Verðin eru sem hér segir dagana 6. – 10. október:

Almennt verð: 800 kr.
Börn: 450 kr.

3D sýningar: 1.000 kr.
Lúxus: 1.700 kr.

Myndirnar sem í sýningu eru þessa daga eru ekki af verri endanum:

Rauðhetta 2
Johnny English Reborn

Abduction
What’s Your Number?

I Don’t Know How She Does It

Á laugardaginn verður svo opið hús í Smárabíói á milli kl 12 og 15. Þá verðurókeypis gos og nammi í boði, gestir geta spilað Playstation á risatjaldi, farið í skoðunarferðir um tæknivæddasta sýningarklefa landsins og góðir gestir kíkja í heimsókn, þar á meðal Risastrumpurinn, Solla Stirða og Steindinn okkar og margt fleirra skemmtielgt verður í boði fyrir alla fjölskylduna. Smárabíó óskar Smáralind til hamingju með afmælið, þakkar viðskiptavinum sínum fyrir samfylgdina árin 10 og vonast til að sjá sem flesta í bíó næstu daga!