Smá sneak peek í Harry Potter 6!

Í dag kom Harry Potter and the Order of the Phoenix út á DVD vestanhafs og á disknum mátti finna aukaefni sem geymir smá viðtöl við leikara og tökur úr Harry Potter and the Half-Blood Prince, sem er sjötta Harry Potter myndin í röðinni.

Á forsíðunni hér til hliðar getur þú séð myndbrotið umtalaða og við hvetjum alla Harry Potter aðdáendur til þess að kíkja á þetta! Þú getur einnig séð myndbrotið með því að leita að Harry Potter 6 í leitarglugganum hér efst til hægri. Þetta eykur spennuna fyrir myndinni sem verður frumsýnd 21.nóvember 2008 hér á Íslandi og erlendis.