Sly í tveimur nýjum myndum

Sylvester Stallone hefur skrifað undir samning sem segir að hann leikstýri og leiki í tveimur hasarmyndum á næstu árum með framleiðendum Rambo myndanna, þeim Danny Dimbort, Avi Lerner og Trevor Short. Þeir vinna hjá Nu Image/Millenium Films.

Stallone mun einnig koma eitthvað nálægt framleiðslumálum á myndunum.

Nokkur handrit eru í bígerð sem gætu byggt á myndunum First Blood og Rocky og þar sem framleiðendurnir eru vanir því að vinna hratt þá er búist við því að handritin líti dagsins ljós í haust og taka á myndunum eigi sér stað stuttu eftir það.