Skyggnar Hollywood mæðgur

Leikkonurnar og mæðgurnar Kate Hudson og Goldie Hawn eru hæfileikaríkari en margan grunar. Hudson segir að þær mæðgurnar geti séð látið fólk.  „Ég og mamma mín Goldie, getum séð hina látnu,“ sagði hún án þess svo mikið sem blikna. „Þetta er ekki beint að sjá, heldur að finna fyrir andanum; fimmta orkan.

WISH I WAS HERE

„Ég trúi á orku. Ég trúi því að heilar okkar geti framkallað sýnir.“

Leikkonan lét þessi orð falla í spjallþætti Alan Carr: Chatty Man, og sagði síðan að það væru ákveðnar reglur sem þyrfti að fylgja þegar maður finndi fyrir yfirnáttúrulegum öndum; það virðist nauðsynlegt að leiðbeina þeim.

„Þegar þú sérð eitthvað, þá áttu að segja því sem þú sérð hvaða ár er og að það eigi ekki heima hér,“ sagði hún til að skýra mál sitt.

Hudson segist sjálf hafa séð „draug af konu án andlits“ og sagði að það hefði verið „mjög óhuggulegt.“

Nýjasta mynd Hudson er gaman-dramað Wish I Was Here þar sem hún leikur á móti Zach Braff.