Þennan föstudaginn tek ég fyrir tvær algjörlega frábærar íslenskar stuttmyndir úr smiðju Sindra Gretarssonar og Þórðar Þorsteinssonar.
Skullfucked er fyrri mynd seríunnar sem kom út árið 2008. Andri og Danni (Daníel Kristjánsson & Andri Þorsteinsson) hafa það plan að fara á Rolling Stones tónleika í Laugardalshöllinni. Danni ákveður að bjóða Heiðu vinkonu sinni með á tónleikana, hann hendir því einum miða á Rolling Stones í hana, í von um það að lenda í bólfimi með henni seinna meir. Heiða tekur við miðanum en lætur sig hverfa með öðru föruneyti en skilur eftir sig poka af kókaíni. Danni tekur að sér það hlutverk að sér að neyta þess fyrir tónleikana, reykir úr því kókaínjónu með tilheyrandi hóstum, ásamt því drekkur hann ógrynni af bjór og gerir sig því vel steiktan fyrir tónleikana.
Þessi stuttmynd er gríðarlega vel leikin, Andri og Danni ná mjög vel saman sem aðal persónur myndarinnar og Danni getur ekki hætt að vera fyndinn. Upptöku, klippingu og tónlistarvali má hrósa í hástert, allt til sóma og kemur því vel út.
Mindfucked er önnur myndin, hún kom út árið 2009. Danni fær 50 grömm af grasi í láni og ætlar að reyna að selja allt saman samdægurs. Andri og Danni hitta vin sinn Villa á leiðinni og taka hann upp í bíl til sín. Villi lætur Danna fá tvö grömm af sveppum og Danni klárar þá alla í einum hvelli. Ásamt öllu þessu er harðkjarna Pólverji í Mosfellsbænum sem heimtar 30 grömm af grasi og heimsókn strákanna til þeirrar manneskju er mjög svo áhugaverð. Munngælur undir borði, ofbeldi og fleira fær að fljóta heima hjá þeim pólska og strákarnir fá það verkefni að skutlast með þræl Pólverjans í Hafnarfjörð. Fleiri verða ævintýrin þó, sveppaát Danna spilar stóran part og planið er síðan partí til að loka deginum.
Leikurinn er enn og aftur til algjörar fyrirmyndar, kjánaskapur Danna heldur áfram frá fyrri myndinni og Andri sem hinn ábyrgðarfulli hljómborðsleikari er frábær. Það er slatti af skemmtilegum skotum og römmum, líkt og í fyrri myndinni og klippingin og tónlistarvalið heldur áfram að heilla.
Það er til fjöldinn allur af góðum íslenskum stuttmyndum. Margar af þeim fá ekki þá athygli sem þær eiga skilið af ýmsum ástæðum. Það er alls ekki erfitt að nálgast mjög góð eintök sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn bjóða upp á, leggið Grown Ups frá ykkur og horfið á sælgæti. Góða helgi.