Skósveinar fluttir frá jólum til sumars

Universal kvikmyndaverið bandaríska tilkynnti í dag að það væri búið að fresta frumsýningu á sérstakri mynd um Skósveina Gru ( Minions ) í Aulanum ég, en myndin er hliðarmynd af Aulanum ég, eða Despicable Me eins og hún heitir á frummálinu.

minions

Myndin, sem enn hefur ekki fengið nafn, hefur verið færð frá 19. desember 2014 til 10. júlí 2015.

Þetta þýðir að Universal mun ekki frumsýna neina stóra teiknimynd á næsta ári, en ekki er langt síðan framleiðslufyrirtækin Disney og Pixar tilkynntu einnig að þau hefðu frestað frumsýningu á teiknimyndinni The Good Dinosaur frá 2014 til 2015, sem þýðir að á næsta ári verður engin Pixar mynd frumsýnd, í fyrsta skipti frá árinu 2005.

Aulinn ég, sem frumsýnd var 2. júlí sl., hefur þénað litlar 840,5 milljónir Bandaríkjadala til þessa.