Skjaldborg byrjar í maí

Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda verður haldin í annað sinn 9 til 12 maí. Hátíðin setti sér strax sess sem mikilvægur vettvangur fyrir kvikmyndagerðarfólk og áhugamenn um heimildarmyndir þar sem hisst er til að horfa og ræða um heimildarmyndir sem annars væri ekki sýndar. Þessu er meðal annars náð mér mjög einföldum reglum hátíðarinnar sem hljóða svo:

1) Myndin verður (með einhverjum hætti) að geta talist íslensk.
2) Hún má ekki vera (svo) leikin.
3) Myndin má (helst) ekki hafa kostað meira en 350 milljónir.

Verið er að leggja lokahönd á dagskrá hátíðarinnar svo nú verður að hafa hraðann á ef menn vilja koma mynd á framfæri. Heiðursgestur hátíðarinnar verður Albert Maysles frá Bandaríkjunum sem sýnir þrjár frægustu heimildarmyndirnar sýnar.

Hátíðin er nefnd í höfuðið á kvikmyndahúsinu á Patreksfirði sem hún er haldin í. Ef ferjan er tekin þá eru 626 kílómetrar frá Reykjavík til Patreksfjarðar, sem er á Vestfjörðum. Því er tilvalið að leggja af stað á föstudagsmorgun og fara svo aftur heim á lokadegi hátíðarinnar sem er annann í Hvítasunnu.

Hægt er að lesa meira Skjaldborg á heimasíðu þeirra http://www.skjaldborgfilmfest.com/