Geðveilur manna hafa oft verið teknar fyrir í kvikmyndum og hafa margar af eftirminnilegustu persónum hvíta tjaldsins átt við einhverskonar geðvandamál. Þessar persónur stríða oft við alvarlegar andlegar truflanir, svo sem ranghugmyndir, siðblindu eða ofskynjanir og skert raunveruleikaskyn.
WatchMojo tók á dögunum saman tíu eftirminnilegustu persónur kvikmyndasögunnar sem hafa glímt við siðblindu.
Siðblinda er alvarleg persónuleikaröskun sem einkennist af skorti á samúð og samlíðan, grunnu tilfinningalífi, sjálfhverfu og blekkingum.
Hver man ekki eftir Christian Bale í kvikmyndinni American Psycho í hlutverki siðblindingja, sem nær fullkomnu jafnvægi á milli algjörrar geðveiki, sjarma og hversdagsleika.