Ný mynd eftir spennusögu metsöluhöfundarins Dan Brown er væntanleg á hvíta tjaldið með haustinu, Inferno, en í dag var fyrsta sýnishornið úr myndinni frumsýnt.
Fyrri myndir eftir sögu Brown eru The Da Vinci Code og Angels & Demons, sem báðar nutu mikilla vinsælda.
„Þú ert síðasta von mannkyns,“ er meðal þess sem við heyrum rödd segja við Tom Hanks í hlutverki Robert Langdon í kitlunni.
Í myndinni snúa þeir báðir aftur í seríuna, þeir Hanks og leikstjórinn Ron Howard, en með þeim í aðal kvenhlutverkinu er Felicity Jones sem einnig leikur í Star Wars myndinni Rogue One: A Star Wars Story síðar á árinu.
Í Inferno þá er Langdon hundeltur, eftir að hann man ekki hvaða hættulegu atburðir áttu sér stað áður en hann lenti á sjúkrahúsi. Dr. Sienna Brooks, sem Jones leikur, hjálpar honum að leysa gátuna um minnisleysi hans.
Aðrir helstu leikarar eru Omar Sy, Sidse Babett Knudsen, Ben Foster og Irrfan Khan.
Myndin verður frumsýnd á Íslandi 14. október nk.
Sjáðu stikluna hér fyrir neðan og plakatið þar fyrir neðan: