Simpsons líkleg í bíó árið 2008

Hver fílar ekki Simpsons?? Ég hef alltaf verið aðdáandi þáttanna en satt að segja verð ég að viðurkenna að mér finnst þeir búnir að vera í umferð alltof lengi. Þessir þættir voru bara pjúra snilld upp úr svona fjórðu eða fimmtu seríu en nú eru 16 ár liðin frá því að þetta hófst og fer efnið að drattast ógurlega. Húmorinn er pínulítið farinn að dofna og manni finnst þetta ekki vera eins ferskt lengur (kannski ekki hlutlausasta frétt sem ég hef skrifað, en það gerir þetta bara skemmtilegra víst…).

Allavega, þá sagði Nancy Cartwright (sem talsetur Bart) að hin langþráða bíómynd sé komin í framleiðslu. Mögulegt er að myndin skelli sér í bíóin um svona 2008, en á þessu stigi er bara rétt verið að vinna í handriti. Cartwright sagði við BBC að aðdáendur munu allra líklegast fíla þetta í botn og virðist ríkja mikið bjartsýni í kringum þetta..
Annars eru sterkar viðræður um hvort að þetta sé eitthvað góð hugmynd. Þessi mynd átti að vera LÖNGU komin út, sérstaklega þegar þættirnir voru upp á sitt besta (aftur – smá persónubundin skoðun). Við vonum a.m.k. öll að Matt Groening leyni eitthvað af gamla húmornum á sér.