Sigurjón Sighvats með tvær á Cannes

Sigurjón Sighvatsson fer á Cannes kvikmyndahátíðina með tvær myndir framleiddar af honum sjálfum. Myndirnar heita Zidane: 21.aldar mannlýsing og Destricted.

Zidane – 21.aldar mannlýsing: Fjallar um knattspyrnusnillinginn franska Zinedine Zidane en í myndinni er fylgst með Zidane í heilan knattspyrnuleik með hjálp nýjustu tækni á sviði kvikmyndaframleiðslu.

Heimildamyndin um Zidane var valin í flokkinn Official Selection en hún verður þó ekki í keppninni um Gullpálmann. Reikna má með því að yfirlýsing Zinedine Zidane á dögunum um að hann muni leggja skóna á hilluna að lokinni heimsmeistarakeppninni muni auka áhuga fólks á kvikmyndinni.

Destricted:Fjallar um skilin á milli listar og kláms en innan myndarinnar er að finna sjö stuttmyndir eftir þekkta lista- og kvikmyndagerðarmenn, þar á meðal Matthew Barney. Var stuttmyndasafnið valið á Critics Week í Cannes.

Ljóst er að þessar tvær myndir eru mjög áhugaverðar og eiga án efa eftir að vekja mikla athygli erlendis, enda Sigurjón Sighvatsson mikill framkvæmdamaður og löngu orðinn frægur eftir að hann hlaut Gullpálmann í Cannes árið 1992 fyrir myndina Wild at Heart í leikstjórn Davids Lynch.

Heimildir af mbl.is