Sigurgangan heldur áfram

Vaiana 2 heldur áfram sigurgöngu sinni í bíó en myndin er nú þriðju vikuna í röð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Alls hafa 21 þúsund manns mætt í bíó til að sjá myndina.

Sömu sögu er að segja frá Bandaríkjunum, en myndin er á toppinum þar þriðju vikuna í röð einnig.

Ný í þriðja sæti

Í öðru sæti aðsóknarlistans er söngleikurinn Wicked, rétt eins og í síðustu viku, en í þriðja sætið er komin ný mynd, Marvel myndin Kraven the Hunter sem frumsýnd var um síðustu helgi.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: