Jújú, þið lásuð rétt.
Ekki nóg með það að þriðja Shrek myndin sé varla komin í framleiðslu ennþá (og verður gefin út 2007) þá eru aðstandendur svo bjartsýnir að strax er búið að ákveða að fjórða myndin muni líta dagsins ljós. Svo er auðvitað “spin-off“ á leiðinni einnig með einungis fígúrunni Puss-in-Boots, og kemur sú mynd út 2008 (óvitað er enn um hvort hún komi í bíó eða fari beint á vídeó). Þetta eru víst meira en bara pælingar því mennirnir hjá Dreamworks Animations eru þegar búnir að ráða mann að nafni Tim Sullivan til að skrifa fjórðu myndina og er ætlað að hún komi í bíó árið 2010.

