Bandaríska sjónvarpsstöðin Showtime ætlar að endurgera sjónvarpsþætti Ragnars Bragasonar, Heimsendi, sem voru sýndir á Stöð 2 fyrir þremur árum.
Leikarinn og handritshöfundurinn Jonathan Ames hefur verið fengið til þess að skrifa bandaríska útgáfu af þáttunum, en hann á heiðurinn af þáttunum Bored to Death, sem skörtuðu stjörnum á borð við Zack Galifianakis og Jason Schwartzman.
Framleiðslufyrirtækið Electus keypti réttinn á þáttunum fyrir nokkru, en þeir hafa áður framleitt þætti á borð við Ugly Betty og bandarísku úgáfuna af The Office.
Heimsendir fjallaði um vistmenn og sjúklinga á Heimsenda, afskekktri geðdeild fyrir fólk sem samfélagið hafði gefist upp á. Bandarísku þættirnir verða svipaðir þeim íslensku, en þó með nokkrum breytingum fyrir bandarískan markað.
Þættirnir hlutu fern Eddu-verðlaun um árið og voru framleiddir af SagaFilm. Í aðalhlutverkum voru þau Pétur Jóhann Sigfússon, Jörundur Ragnarsson, Halldór Gylfason og Halldóra Geirharðsdóttir.