Sérsveitar-Cyborg – Fyrsta stikla úr Ghost in the Shell

Fyrsta stiklan í fullri lengd fyrir nýjustu mynd Scarlett Johansson, Ghost in the Shell, í leikstjórn Rupert Sanders, er komin út. Stiklan hefst á stuttri kynningu frá Johansson, en síðan fáum við að skyggnast inn í ævintýralegan, áferðarfallegan og framtíðarlegan heim myndarinnar.

ghost

Myndin er byggð á vinsælum japönskum Manga – teiknimyndasögum.

Miðað við það sem við fáum að sjá í stiklunni þá leikur Johansson hlutverk Major, sem er sérsveitarmaður og manngervingur ( Cyborg – að hluta maður og að hluta vél ), og er í forystu fyrir sérsveitina Section 9. Sveitin, sem starfar fyrir Hanka Robotics, hefur það hlutverk að stöðva hættulega glæpamenn og öfgahópa. Aðalþorparinn er Kuze, sem Michael Pitt leikur, hryðjuverkamaður sem ætlar sér að gereyða allri vélmennatækni Hanka. Pilou Asbæk leikur Batou, sem er næstbesti bardagamaðurinn í sveitinni, og traustur bandamaður Major. Aðrir helstu leikarar eru Juliette Binoche, Takeshi Kitano, og  Kaori Momoi.

Ghost In The Shell kemur í bíó 31. mars á næsta ári.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: