Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Skrípó handa hugsandi fólki
Að horfa á teiknimyndir er eitthvað sem enginn fullorðinn maður ætti að skammast sín fyrir. Jú, vissulega virðist vera meira magn af barnaefni í umferð heldur en margt annað, sérstaklega ef við skoðum vestræna heiminn. En það er sérstakur flokkur teiknimynda sem alltaf er hægt að treysta á: anime (m.ö.o. japanskar teiknimyndir). Þessi flokkur nær langt enda verulega fjölbreyttur. Ghost in the Shell er einhver frægasta anime mynd síðustu aldar, og er það vel skiljanlegt. Af útlitinu einu og sér er hægt að sjá metnaðinn í henni. En myndin hefur svo mikið meira en það að fela.
Þetta er engin létt, straight-forward fjölskyldumynd heldur ekta sci-fi glæpaþriller með alvöru söguþræði. Sagan gerist í náinni framtíð þegar gervigreindin er komin í það hæsta, og vélrænar verur eru orðnar eins og hluti af okkar samfélagi, og í flestum tilfellum finnst varla munur milli mannveru og vélmennis; slík fullkomnun er tæknin orðin. Sérstök lögregludeild hefur verið stofnuð til að hafa uppi á glæpi slíkra vera. Þetta er einungis grunnhugmyndin. Ég ætla mér ekki að rekja söguþráðinn því það tæki eflaust margar blaðsíður. Í staðinn læt ég bara lýsingarorð um myndina duga.
Plottið í þessari mynd er vægast sagt glæsilegt: Úthugsað, flókið og kemur sífellt á óvart. Hasarinn er líka nettur (eins og japanskur-aksjón gerist bestur), þótt ofbeldið sé óvenju hart miðað við teiknimynd (við skulum samt ekki gleyma hvaða geira um er að ræða). Kannski er líka vert að minnast á tónlistarnotkunina, sem er alveg afar sérstök. Hefði myndin bara ekki misst sig út í svona örfá ''music montage'' (þar sem ekkert nema tónlistin yfirgnæfir senurnar) gæfi ég henni hærri einkunn. Það hefði heldur ekki sakað að nota fjölbreyttari tóna. Maður fær fljótt leið á þemalaginu.
Það er ekki mikið meira að segja, og mér sýnist að skoðun mín á myndinni sé vel komin á framfæri. Myndin er hiklaust í flokki mynda á borð við The Matrix (ef þið vissuð ekki, þá er Ghost in the Shell ein helsta fyrirmynd þeirrar myndar), Minority Report, Blade Runner og annarra slíkra mynda. Ég hvet ALLA sem hafa áhuga á vísindaskáldskap/spennufléttum að kynna sér myndina. Og fyrir áhugasama um sjálft fyrirbærið, þeim er einnig bent á að horfa á hina samnefndu teiknimyndaseríu, alveg mögnuð, ekkert síðri en myndin. Svo er væntanlegt framhald í ár. Verður gaman að sjá.
8/10
Að horfa á teiknimyndir er eitthvað sem enginn fullorðinn maður ætti að skammast sín fyrir. Jú, vissulega virðist vera meira magn af barnaefni í umferð heldur en margt annað, sérstaklega ef við skoðum vestræna heiminn. En það er sérstakur flokkur teiknimynda sem alltaf er hægt að treysta á: anime (m.ö.o. japanskar teiknimyndir). Þessi flokkur nær langt enda verulega fjölbreyttur. Ghost in the Shell er einhver frægasta anime mynd síðustu aldar, og er það vel skiljanlegt. Af útlitinu einu og sér er hægt að sjá metnaðinn í henni. En myndin hefur svo mikið meira en það að fela.
Þetta er engin létt, straight-forward fjölskyldumynd heldur ekta sci-fi glæpaþriller með alvöru söguþræði. Sagan gerist í náinni framtíð þegar gervigreindin er komin í það hæsta, og vélrænar verur eru orðnar eins og hluti af okkar samfélagi, og í flestum tilfellum finnst varla munur milli mannveru og vélmennis; slík fullkomnun er tæknin orðin. Sérstök lögregludeild hefur verið stofnuð til að hafa uppi á glæpi slíkra vera. Þetta er einungis grunnhugmyndin. Ég ætla mér ekki að rekja söguþráðinn því það tæki eflaust margar blaðsíður. Í staðinn læt ég bara lýsingarorð um myndina duga.
Plottið í þessari mynd er vægast sagt glæsilegt: Úthugsað, flókið og kemur sífellt á óvart. Hasarinn er líka nettur (eins og japanskur-aksjón gerist bestur), þótt ofbeldið sé óvenju hart miðað við teiknimynd (við skulum samt ekki gleyma hvaða geira um er að ræða). Kannski er líka vert að minnast á tónlistarnotkunina, sem er alveg afar sérstök. Hefði myndin bara ekki misst sig út í svona örfá ''music montage'' (þar sem ekkert nema tónlistin yfirgnæfir senurnar) gæfi ég henni hærri einkunn. Það hefði heldur ekki sakað að nota fjölbreyttari tóna. Maður fær fljótt leið á þemalaginu.
Það er ekki mikið meira að segja, og mér sýnist að skoðun mín á myndinni sé vel komin á framfæri. Myndin er hiklaust í flokki mynda á borð við The Matrix (ef þið vissuð ekki, þá er Ghost in the Shell ein helsta fyrirmynd þeirrar myndar), Minority Report, Blade Runner og annarra slíkra mynda. Ég hvet ALLA sem hafa áhuga á vísindaskáldskap/spennufléttum að kynna sér myndina. Og fyrir áhugasama um sjálft fyrirbærið, þeim er einnig bent á að horfa á hina samnefndu teiknimyndaseríu, alveg mögnuð, ekkert síðri en myndin. Svo er væntanlegt framhald í ár. Verður gaman að sjá.
8/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Palm Pictures
Kostaði
$3.000.000
Tekjur
$515.905