Sér sjálfan sig á nestisboxum

Breski leikarinn Benedict Cumberbatch, 40 ára, sem leikur ofurhetjuna Doctor Strange í samnefndri bíómynd sem frumsýnd var í dag, föstudag,  þarf nú að sætta sig við að vera eltur úti á götu, og sjá andlit sitt á allskonar Marvel – varningi, eins og nestisboxum.

doctor-strante

Hann segist vera byrjaður að fela sig á kaffihúsum í New York til að fá frið fyrir stjörnuljósmyndurum, og aðdáendum.

Þetta er þó ekki alveg nýr veruleiki fyrir leikarann, sem þekktur er úr Sherlock sjónarpsþáttunum bresku. Ásjóna hans hefur verið notuð á varning áður, eins og litabækur, útsaums uppskriftir og á æfingabuxur – en þetta er í fyrsta sinn sem hann upplifir þetta í annarri „Marvel“- vídd!

„Þetta er skrýtið,“ segir Cumberbatch í samtali við Time Out tímaritið. „Það er mjög undarlegt að vera endurskapaður í varnings-landi.“

„En ég vissi að þetta yrði svona nestisboxa-andartak, einkum vegna fyrri Marvel mynda. Og Disney o.s.frv. Þetta er hluti af þessu,“ bætir hann við.

Kíktu á spjall Time Out við Cumberbatch hér fyrir neðan: