Seinkanir

Staðfest var fyrir örstuttu síðan að næsta Pixar-teiknimyndin, CARS, yrði seinkuð frá lok 2005 yfir til sumarsins 2006. Aðstandendur Pixar spá að myndin eigi eftir að gera miklu betur í miðasölu sem sumarmynd, sem gefur henni einnig þann möguleika að vera gefin út á DVD kringum jólin sama ár (enn meiri gróði).

En aðeins einhverjum klukkustundum eftir að þessi ákvörðun kom í ljós, þá fréttist að Dreamworks mun gera nákvæmlega það sama með Shrek 3. Sú mynd átti að vera ein af jólamyndum ársins 2006, en hún færist yfir til sumarsins ’07, nánar tiltekið í maí, og verður þar væntanlega í harðri samkeppni við Spider-Man 3.